ég bara er ekki viss hvað snýr upp og hvað snýr niður, hvað er í framtíðinni og hvað í fortíðinni, hvort er rétt og hvort er rangt?
ég á við mikla lærdóms stíflu að stríða sem lýsir sér í algeru akademísku áhugaleysi, með öllu, vá hvað mig langar í pulsu með öllu...hmmm....plata Önnu K á eftir...
hvar var ég...já ég er alveg tóm. Hausinn minn hringsnýst um sumarið og hvað og hvert og hvernig og hvers vegna.....
ég er búin að finna major ódýrt fargjald til NY og til LA, ég er búin að biðjum um skráningarform fyrir skólann í NY en ég er enn ekki viss á hvaða grein mig langar að fara í, en veit hvað ég mun skoða og gera þegar ég kem þangað. Svo hugsa ég, er þetta ekki bara bull; á ég ekki bara að vera heima og vinna og vera skynsöm; ætti ég allavega ekki að vera að fara á ódýrari stað; ætti ég ekki að vera að læra annað tungumál en ekki play it safe; hvar á ég að fá pening; hvar eiga húsgögnin mín að vera; ætti ætti ætti....... og hjartað sprakk! ka-boom!
að öðru, í gær eignaðist ég bonafide óvin, meira að segja óvinkonu...svona hatur eins og þegar maður var skotin í strák í 6.bekk og önnur stelpa var alltaf að reyna við hann en hann var þinn og bara þinn.....
þessi óvinkona mín sem heitir því óhentuga nafni móður minnar hellti bjór yfir mig í gær og eins og það hefði ekki verið nóg, skellti sér í hlutverk landsliðsmannsins Vignis í handbolta og þrykkti bjórglasi í mig, skemmtileg lífsreynsla það.
afhverju spyrjiði, ekki af ástæðulausu. það er strákur.
ekki svo að skilja að þetta sé the object of my affection, alls ekki, bara vinur sem ég á oft falleg og góðar samræður við og er búin að þekkja í dágóðan tíma.
þessi stelpa ætlaði að drepa mig í gær því að ég og hann vorum að tala saman og ég dró hann í burtu frá henni áður en hún myndi slá hann....og hvað fæ ég í þakkir? bjórglas.
ég forðaði vini mínum frá drápskvendinu með skrýtna jarðafarahattinn og stefnan var tekin inn á Sólon, þar sem engin myndi finna hann. sem og varð raunin því að engin með snefil af sjálfsvirðingu fer inn á Sólon. hvað um það, we talked the night away.
stundum eiga strákar að tala og stundum eiga strákar að....ekki tala....allavega ritskoða það sem þeir segja..... en right on the dot, þetta var mjög gott trúnó og fallegir hlutir voru sagðir, ástin var analyzeruð og klofin í atóm og niðurstaðan varð að ég elska of mikið (samkv vini mínum).
en já, óvinkonan, hún er ekki mín en ég virðist vera hennar, spes. hver labbar líka upp að manni og fer að lofasama fegurðargildi og notagildi 88 kynslóðarinnar, plís.....the bíatsj had it coming, thats what I say! með minnkun fjármagns til geðdeilda spítalanna gengur þetta fólk nú um göturnar, frjálst að ráðast á hina og þessa saklausa bystanders....
ég fór einnig á framadaga á Hótel Sögu í gær og græddi ekkert smá mikið af pennum og súkkulaði!!! all for free!! og reyndar atvinnutilboð hjá Íslandsbanka en ég benti frúnni pent á að þau hefðu ekki efni á mér en ég skildi halda áfram að leggja launin mín inn hjá þeim. þetta var eins og að vera í Hagkaup á föstudegi um fimmleytið....so much for free.....
so fór ég heim að gráta.
ég kláraði S A T C seríunna og grét alla sjöttu. ég bara trúi því ekki að nú sé allt búið.
margar spurningar kviknuðu á milli táranna og kökksins í hálsinum en aðalega varðandi mitt eigið líf og minn John (aka Big). endar þetta svona? ég held að ég hafi fellt flest tár við að þáttaröðin væri hætt og allar moved on og að ég og minn BIG erum búin að vera að rugla í 6 ár og hvað svo? 6 ár pípól!
allavega, ég þarf manolo skó......ég vil.....
ég held að þetta sé farið að jaðra við þráhyggju hjá mér.
á morgun mun ég halda staffafund á MARU og svo læra undir lífeðlisfræði próf, skemmtilegt það. reyndar er saumó annað kvöld....
ég legg til að við látum alla sem okkur þykir vænt um vita af því, í smsi, í símtali, í persónu í knúsi en fyrst og fremst í orðum. það er alltaf gott að heyra og segja; mér þykir svo vænt um þig! heimsátak gott fólk.
ég kveð, það er kílóútsala í Spúútnik og gott komið af Prikinu í bili
kreisí in the membrane....
já og ráðleggingar og uppástungur eru vel þegnar :)
mér þykir rosa vænt um ykkur öll
laugardagur, febrúar 5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
mér þykkir sko alveg ótrúlega vænt um þig sæta :)
Talandi um SATC, þá keypti ég "skókassann" - með öllum 6 seríunum á ebay, er búin að taka alvarlegar syrpur í áhorfi fram og til baka í tímanum, allt á kostnað lærdómsins auðvitað, og ég get ekki horft á síðustu senuna í síðasta síðasta þættinum án þess að kjökra og fyllast innilegri sorg. Gekk svo langt að downloada "you got the love" remixinu með Candi Staton til að geta haldið áfram að gráta...love you girl. Yrsa.
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt stelpa...keep it up! :)
kannski maður fari bara að commenta hér nafnlaust ...ladi dadi
Skrifa ummæli